Kolbeinn nálgast endurkomu

Kolbeinn Sigþórsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Katar í …
Kolbeinn Sigþórsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Katar í nóvember á síðasta ári. AFP

Kolbeinn Sigþórsson, framherji sænska knattspyrnufélagsins AIK, hefur aðeins spilað í rúmar 25 mínútur fyrir liðið síðan hann samdi við sænska félagið í lok mars. Kolbeinn hefur misst af síðustu fjórum leikjum liðsins vegna meiðsla en Rikard Norling, þjálfari liðsins, á von á því að Kolbeinn verði klár á næstu vikum.

„Hann er ekki klár í slaginn eins og staðan er í dag og við munum taka stöðuna á honum betur í næstu viku. Við þurfum ekki að bíða í nokkra mánuði eftir því að sjá Kolbein spila aftur,“ sagði Norling á blaðamannafundi í gær.

Kolbeinn hefur verið afar óheppinn með meiðsli, undanfarin ár, en hann hefur nánast ekkert spilað frá því í lokakeppni EM í Frakklandi 2016. AIK er í öðru sætu sænsku úrvalsdeildarinnar með 21 stig eftir 11 leiki, þremur stigum minna en topplið Malmö.

mbl.is