Viborg í umspil þrátt fyrir stórsigur

Ingvar Jónsson og liðsfélagar hans í Viborg mæta Hobro í …
Ingvar Jónsson og liðsfélagar hans í Viborg mæta Hobro í umspilsleikjum um laust sæti í dönsku úrvalsdeildinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ingvar Jónsson stóð á milli stanganna hjá danska B-deildarliðinu Viborg sem vann 4:0-sigur gegn Fremad Amager í lokaumferð dönsku B-deildarinnar í knattspyrnu í dag. Mikkel Agger skoraði tvívegis fyrir Viborg í leiknum og þeir Jeff Mesah og Morten Beck sitt markið hvor.

Viborg lýkur keppni í öðru sæti deildarinnar með 60 stig, einu stigi minna en Silkeborg, sem fer beint upp um deild eftir 2:0-sigur gegn Nykobeing en ef Silkeborg hefði tapað stigum í dag hefði Viborg tryggt sér deildarmeistaratitilinn.

Viborg þarf því að fara í umspil um laust sæti í dönsku úrvalsdeildinni þar sem liðið mætir Hobro í tveimur leikjum um laust sæti í deild þeirra bestu. Þá var Frederik Schram ónotaður varamaður hjá Roskile sem tapaði 3:1-fyrur Köge en Roskilde endaði í níunda sæti deildarinnar og bjargaði sér frá falli í síðustu umferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert