Líklegt að Ramos slái heimsmet í kvöld

Sergio Ramos.
Sergio Ramos. AFP

Það verður að teljast ansi líklegt að Sergio Ramos miðvörður spænska landsliðsins í knattspyrnu setji nýtt heimsmet í kvöld.

Fari svo að Ramos og félagar hans í spænska landsliðinu vinni sigur gegn Færeyingum í undankeppni EM í Þórshöfn í kvöld verður Ramos sá leikmaður sem hefur unnið flesta sigra með landsliði.

Það yrði þá hans 122.sigur með spænska landsliðinu en fyrir leikinn í kvöld deilir hann metinu með markverðinum Iker Casillas sem 121 sinni var í sigurliði með spænska landsliðinu.

Ramos á að baki 163 leiki með spænska landsliðinu en fyrsti leikur hans með því var á móti Kína árið 2005.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert