Slóvakar á toppinn eftir stórsigur

Marek Hamsík skoraði tvívegis fyrir Slóvakíu í dag.
Marek Hamsík skoraði tvívegis fyrir Slóvakíu í dag. AFP

Marek Hamsík skoraði tvívegis fyrir Slóvakíu þegar liðið sótti Aserbaídsjan heim í E-riðli undankeppni EM í knattspyrnu í dag en leiknum lauk með stórsigri Slóvakíu, 5:1. 

Staðan í hálfleik var 3:1 en Stanislav Lobotka og Juraj Kucka komu Slóvökum yfir áður en Ramil Sheydaev minnkaði muninn fyrir Azerbaíjan á 29. mínútu. Hamsík skoraði þriðja mark Slóvaka mínútu síðar og hann var svo aftur á ferðinni á 57. mínútu og staðan orðin 4:1. David Hancko bætti fimmta marki Slóvakíu við á 85. mínútu og þar við sat.

Slóvakar eru komnir í efsta sæti E-riðils í sex stig og eru með jafn mörg stig og Króatía og Ungverjaland en með betri markatölu. Króatía og Ungverjaland hafa bæði leikið þrjá leiki, líkt og Slóvakía, en Ungverjaland og Sviss mætast í síðar í kvöld og geta Ungverjar skotist á toppinn í riðlinum með sigri í kvöld.

Þá vann Kasakstan 4:0-sigur gegn San Marínó í Kasakstan í I-riðli undankeppni EM þar sem þeir Islambet Kuat, Maksim Fedin, Gafurzhan Suyumbayev og Bauyrzhan Islamkhan skoruðu mörk Kasakstan í leiknum. Belgar eru í efsta sæti I-riðils með 9 stig eftir fyrstu þrjá leiki sína en Kasakstan er í þriðja sætinu með 6 stig eftir 4 leiki, jafn mörg stig og Rússland, sem hefur leikið þrjá leiki.

mbl.is