Isak frá Dortmund til Real Sociedad

Alexander Isak.
Alexander Isak. AFP

Sænski landsliðsmaðurinn Alexander Isak er genginn í raðir spænska liðsins Real Sociedad frá þýska liðinu Borussia Dortmund.

Isak, sem er 19 ára gamall sóknarmaður, skrifaði í dag undir fimm ára samning við spænska liðið en Dortmund keypti hann frá sænska liðinu AIK fyrir tveimur árum.

Isak náði engu flugi hjá Dortmund og var lánaður til hollenska liðsins Willem II þar sem hann skoraði 14 mörk í 18 leikjum. Isak hefur spilað sex leiki með sænska A-landsliðinu og hefur í þeim skorað tvö mörk.

mbl.is