Mendy til Real Madrid

Ferland Mendy skrifaði undir sex ára samning við Real Madrid …
Ferland Mendy skrifaði undir sex ára samning við Real Madrid í dag. AFP

Franski vinstri bakvörðurinn Ferland Mendy er genginn til liðs við spænska knattspyrnufélagið Real Madrid en þetta kemur fram á Twitter-síðu félagsins. Mendy, sem er 24. ára gamall, kemur til Real Madrid frá Lyon og skrifar hann undir sex ára samning við spænska félagið.

Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en það er talið vera í kringum 47 milljónir punda. Mendy er annar leikmaðurinn sem semur við liðið í dag en fyrr í dag tilkynnti Real Madrid um kaupin á Luka Jovic frá þýska 1. deildarfélaginu Eintracht Frankfurt.

Mendy er fimmti leikmaðurinn sem skrifar undir hjá Real Madrid í sumar en fyrir höfðu þeir Eden Hazard, Jovic, Rodrygo og Eder Miliato allir samið við félagið. Mendy skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 30 leikjum í frönsku 1. deildinni á síðustu leiktíð.

Hann á að baki þrjá landsleiki fyrir Frakkland en honum er ætlað að fylla skarð Marcelo hjá félaginu en brassinn er orðinn 31 árs gamall og hefur verið hjá félaginu 2007 þegar hann gekk til liðs við Real Madrid frá Fluminense.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert