Þjálfaraskipti verða hjá Dönum

Åge Hareide landsliðsþjálfari Dana.
Åge Hareide landsliðsþjálfari Dana. AFP

Það verða þjálfaraskipti hjá danska karlalandsliðinu í knattspyrnu á næsta ári en danska blaðið BT greinir frá því að samningur Norðmannsins Åge Hareide verði ekki framlengdur en hann er samningsbundinn danska knattspyrnusambandinu fram yfir EM 2020.

Að sögn BT fékk Hareide að vita það í gær að samningur hans verði ekki framlengdur en hann hefur stýrt danska landsliðinu frá árinu 2016.

BT segir að eftirmaður Hareide verði Daninn Kasper Hjulmand sem lét af störfum sem þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Nordsjælland í mars.

Danska knattspyrnusambandið hefur boðað til fréttamannafundar síðar í dag þar sem greint verður frá fyrirhuguðum breytingum.

mbl.is