Kanada í sextán liða úrslit

Kanada var mikið sterkari en Nýja-Sjáland.
Kanada var mikið sterkari en Nýja-Sjáland. AFP

Lið Kanada er komið í 16-liða úrslit HM kvenna í fótbolta eftir öruggan 2:0-sigur á Nýja-Sjálandi í Grenoble í kvöld. Kanada var mikið sterkari aðilinn og hefði sigurinn getað orðið stærri. 

Kanada réði lögum og lofum og var 71 prósent með boltann og átti 18 skot gegn aðeins einu hjá Nýja Sjálandi. Þrátt fyrir það var staðan markalaus í hálfleik. 

Jessie Fleming braut hins vegar ísinn á 48. mínútu og eftir stanslausa sókn Kanada bætti Michelle Prince við öðru marki á 79. mínútu og þar við sat. 

Kanada er nú með sex stig og er sætið í 16-liða úrslitunum öruggt. Liðið er í öðru sæti E-riðils, eins og Holland sem tryggði sig áfram fyrr í dag. 

Betsy Hasset, leikmaður KR, spilaði fyrstu 85 mínúturnar fyrir Nýja-Sjáland og Olivia Chance, fyrrverandi leikmaður Breiðabliks, lék allan leikinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert