Hættir hjá Sampdoria til að taka við Milan

Marco Giampaolo hefur gert góða hluti með Sampdoria.
Marco Giampaolo hefur gert góða hluti með Sampdoria. AFP

Marco Giampaolo verður næsti knattspyrnustjóri AC Milan á ítalíu að sögn Sky. Giampaolo hefur gert mjög góða hluti hjá Sampdoria síðustu ár, en hann hefur gert starfslokasamning við félagið. 

Giampaolo var m.a. orðaður við starfið hjá Juventus eftir að Massimiliano Allegri var vikið frá störfum eftir leiktíðina. Giampaolo hefur lengi verið stjóri á Ítalíu, m.a. hjá Cagliari, Siena, Catania og Empoli. 

Gennaro Gattuso yfirgaf Milan eftir leiktíðina, en liðið hafnaði í fimmta sæti A-deildarinnar á Ítalíu og tekur þátt í Evrópudeildinni á næsta tímabili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert