Katar náði í stig í Ameríkubikarnum

Hart barist hjá Paragvæ og Katar.
Hart barist hjá Paragvæ og Katar. AFP

Paragvæ fór illa að ráði sínu gegn Katar er liðin mættust í fyrstu umferð í riðlakeppni í Ameríkubikarnum, Copa America, í Rio í Brasilíu í kvöld. Paragvæ komst í 2:0 snemma í seinni hálfleik en Katar, sem leikur sem gestaþjóð á mótinu, tókst að jafna í 2:2 sem urðu lokatölur.

Ósvar Cardozo kom Paragvæ yfir eftir aðeins fjórar mínútur og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Derlis González bætti við öðru marki Paragvæ á 56. mínútu og voru Paragvæar í góðum málum. 

Katar minnkaði muninn á 68. mínútu er Almoez Ali minnkaði muninn og á 77. mínútu jafnaði Boualem Khoukhi metin og þar við sat. Kólumbía er í toppsæti riðilsins með þrjú stig, Paragvæ og Katar með eitt stig og Argentína er án stiga. 

mbl.is