Greiddi 40 milljónir fyrir Andra Rúnar

Andri Rúnar Bjarnason.
Andri Rúnar Bjarnason. Ljósmynd/@Rote_Teufel

Þýska knattspyrnufélagið Kaiserslautern borgaði Helsingborg um þrjár milljónir sænskra króna, eða um 40 milljónir íslenska króna, fyrir framherjann Andra Rúnar Bjarnason. Íslendingavaktin greinir frá þessu. 

Samningur Andra Rúnars við Helsingborg rennur út eftir leiktíðina og ákvað félagið að selja hann í stað þess að missa hann frítt eftir eitt ár. Andri Rúnar skoraði 16 mörk í sænsku B-deildinni á síðustu leiktíð og hjálpaði liðinu upp um deild.  

Hann skoraði þrjú mörk í átta leikjum í A-deildinni á leiktíðinni. Hann hefur leikið fimm A-landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim eitt mark. 

Andri Rúnar lék sinn fyrsta leik fyrir þýska félagið í 5:0-sigri á Rodenbach í æfingaleik í dag. Andri lék fyrri hálfleikinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert