Rúnar Már genginn í raðir Astana

Rúnar Már Sigurjónsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Albönum …
Rúnar Már Sigurjónsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Albönum á dögunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

FC Ast­ana í Kasakst­an hefur staðfest á heimasíðu sinni að það hafi gengið frá kaupum á landsliðsmanninum Rúnari Má Sigurjónssyni en eins og kom fram í frétt á mbl.is í morgun greindu þarlendir fjölmiðlar frá því að félagið væri að ganga frá kaupunum.

Rúnar Már, sem heldur upp á 29 ára afmælisdag sinn á morgun, fer til Astana frá svissneska liðinu Grasshoppers sem hann hefur leikið með undanfarin þrjú ár.

Astana er í toppsætinu í deildinni í Kasakst­an, með þriggja stiga forystu, en deildin þar er hálfnuð þar sem keppnistímabilið í landinu hefst í mars. Liðið hefur fimm sinnum hampað meistaratitlinum og þrisvar sinnum bikarmeistaratitlinum frá því það var stofnað fyrir tíu árum.

FC Ast­ana verður á meðal þátt­tak­enda í for­keppni Meist­ara­deild­ar Evr­ópu. Þar hef­ur liðið leikið síðustu árin og komst í riðlakeppn­ina árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert