Gerrard fær leikmann Liverpool að láni

Sheyi Ojo spilar með Rangers á komandi tímabili.
Sheyi Ojo spilar með Rangers á komandi tímabili. Ljósmynd/Rangers

Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Rangers í Skotlandi, nýtti sér gott samband við fyrrverandi vinnuveitendur sína í Liverpool í dag. Rangers fékk kantmanninn Sheyi Ojo á lánssamning sem gildir út næstu leiktíð. 

Ojo var að láni hjá Reims í Frakklandi á síðustu leiktíð, en hann skrifaði undir fimm ára samning við enska félagið áður en hann hélt til Frakklands. Hann hefur leikið 13 leiki með Liverpool og skorað í þeim eitt mark.

Ojo hefur verið að láni hjá Wigan, Wolves og Fulham á Englandi. Ojo er fimmti leikmaðurinn sem Gerrard fær til Rangers á leiktíðinni. Áður höfðu Greg Stewart, Jordan Jones, Jake Hastie og Steven Davis gengið í raðir félagsins. 

mbl.is