Síle fór létt með Japan

Eduardo Vargas fagnar öðru marki sínu gegn Japan í nótt.
Eduardo Vargas fagnar öðru marki sínu gegn Japan í nótt. AFP

Eduardo Vargas skoraði tvívegis fyrir Síle þegar liðið vann öruggan 4:0-sigur gegn Japan í C-riðli Ameríkukeppninnar í knattspyrnu á Morumbi-vellinum í Sao Paulo í Brasilíu í nótt. Leikmenn Síle þurftu að bíða talsvert eftir fyrsta marki leiksins en það kom ekki fyrr en á 41. mínútu þegar Erick Pulgar kom Síle yfir og staðan 1:0 í hálfleik.

Vargas bætti við öðru marki Síle strax á 54. mínútu og Alexis Sánchez bætti við þriðja markinu á 82. mínútu. Vargas var svo aftur á ferðinni, mínútu síðar, og Síle fagnaði sínum fyrsta sigri á mótinu. Síle og Úrúgvæ eru í efstu sætum C-riðils með 3 stig eftir fyrstu umferðina en Ekvador og Japan eru án stiga í neðstu sætunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert