Giampaolo nýr stjóri AC Milan

Marco Giampaolo skrifaði undir tveggja ára samning við AC Milan …
Marco Giampaolo skrifaði undir tveggja ára samning við AC Milan í dag. AFP

Marco Giampaolo hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri AC Milan en þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í dag. Giampaolo tekur við liðinu af Gennaro Gattuso sem hefur stýrt liðinu undanfarin tvö tímabil en Giampaoli skrifar undir tveggja ára samning við Milan.

Giampaolo hefur stýrt liði Sampdoria í ítölsku A-deildinni undanfarin þrjú ár en hann tók við Sampdoria árið 2016. AC Milan endaði í fimmta sæti A-deildarinnar á síðustu leiktíð með 68 stig og rétt missti af Meistaradeildarsæti.

mbl.is