Mourinho vill taka við landsliði

Jose Mourinho er spenntur fyrir því að taka þátt á …
Jose Mourinho er spenntur fyrir því að taka þátt á HM og EM sem landsliðsþjálfari. AFP

Knattspyrnuþjálfarinn José Mourinho vill gerast landsliðsþjálfari en þetta staðfesti hann í samtali við portúgalska fjölmiðla á dögunum. Mourinho hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Manchester United í desember á síðasta ári.

Mourinho var sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Lyon í frönsku 1. deildinni í vetur en hann gaf það sjálfur út að hann væri spenntur fyrir því að reyna fyrir sér í nýrri deild en hann hefur þjálfað í Portúgal, á Englandi, á Ítalíu og Spáni á ferli sínum.

„Ég vil prófa nýjar keppnir,“ sagði Mourinho sem er orðinn 56 ára gamall. „Ég hugsa mikið um heimsmeistaramótið og Evrópumótið. Það hefur lengi blundað í mér að þjálfa landslið og eins og staðan er í dag leitar hugurinn þangað. Ég sé fyrir mér að þjálfa landslið og það þarf ekki endilega að vera Portúgal,“ sagði Portúgalinn ennfremur.

mbl.is