White tryggði Englandi efsta sætið

Ellen White fagnar öðru marki sínu gegn Japan í kvöld.
Ellen White fagnar öðru marki sínu gegn Japan í kvöld. AFP

Ellen White reyndist hetja enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu en hún skoraði bæði mörk Englands í 2:0-sigri liðsins gegn Japan í A-riðli heimsmeistaramótsins í Nice í kvöld. White kom enska liðinu yfir strax á 14. mínútu og staðan 1:0 í hálfleik. White bætti svo öðru marki við á 84. mínútu og tryggði enska liðinu efsta sæti A-riðils og sæti í sextán liða úrslitum keppninnar.

Japan náði öðru sæti riðilsins með 4 stig og fer því einnig áfram í sextán liða úrslit keppninnar þar sem Skotland og Argentína gerðu 3:3-jafntefli í ótrúlegum leik í hinum leik riðilsins. Skotar komust í 3:0 í leiknum með mörkum frá þeim Kim Little, Jenny Beattie og Erin Cuthberg en Milagros Menendez minnkaði muninn fyrir Argentínu á 74. mínútu.

Florenica Bonsegundo minnkaði muninn í 3:2, þremur mínútum síðar, og það var svo Florencia Bonsegundo sem tryggði Argentínu jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Skotland og Argentína eru því bæði úr leik en bæði lið hefðu átt möguleika á því að fara áfram með sigri í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert