Bandaríkin efst en Síle úr leik

Leikmenn Síle í sárum eftir að hafa mistekist að tryggja …
Leikmenn Síle í sárum eftir að hafa mistekist að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum HM. AFP

Bandaríska landsliðið í knattspyrnu tryggði sér efsta sæti F-riðils á HM kvenna í Frakklandi eftir 2:0-sigur gegn Svíþjóð á Océane-vellinum í Le Havre í kvöld. Lindsay Horan kom bandaríska liðinu yfir strax á 3. mínútu og Jonna Andersson varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 50. mínútu og Bandaríkin fögnuðu sigri. Bandaríkin tryggðu sér þar með efsta sæti F-riðils með 9 stig en Svíþjóð endar í öðru sæti með 6 stig en bæði lið fara áfram í sextán liða úrslit.

Þá er Síle úr leik þrátt fyrir 2:0-sigur gegn Taílandi á Roazhon-vellinum í Rennes. Waraporn Boonsing, markmaður Taílands skoraði sjálfsmark á 48. mínútu og Maria Urrutia kom Síle í 2:0 með fallegu skallamarki á 80. mínútu. Síle þufti að vinna 3:0 til þess að fara áfram í sextán liða úrslitin og Francisca Lara fékk gullið tækifæri til þess að skjóta Síle áfram þegar Síle fékk vítaspyrnu en Lara skaut í þverslánna og út.

Nígería verður því fjórða liðið sem fer áfram í sextán liða úrslitin af þeim fjórum liðum með bestan árangur í þriðja sæti keppninnar en Kamerún, Kína og Brasilía fara einnig áfram með bestan árangur í þriðja sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert