Var orðið þungt og erfitt

Rúnar Már Sigurjónsson með treyju Astana.
Rúnar Már Sigurjónsson með treyju Astana. Ljósmynd/Astana

Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðsmaður í fótbolta, skrifaði á þjóðhátíðardaginn undir tveggja og hálfs árs samning við Astana frá Kasakstan. Rúnar kemur til félagsins frá Grasshoppers í Sviss. Morgunblaðið sló á þráðinn til Rúnars í Kasakstan, að kvöldi fyrsta dags í nýju landi og með nýju félagi.

„Mér líst mjög vel á þetta. Ég lenti í borginni klukkan sex í morgun og nú er hún orðin ellefu um kvöldið. Fyrsti dagurinn er að baki og þetta er búið að vera fínt hingað til. Ég hef ekki séð eða gert mikið en ég hef æft og séð allt í kringum liðið. Mér líst mjög vel á það sem ég hef séð til þessa,“ sagði Rúnar í samtali við Morgunblaðið.

Hann hafði lengi vitað af áhuga félagsins, sem reyndi að klófesta hann fyrr.

„Ég er búinn að vita af áhuga þeirra lengi. Í síðustu félagaskiptagluggum hafa þeir haft samband við mig. Það hefur hins vegar ekki gengið að semja fyrr en nú. Ég var náttúrlega á samningi annars staðar og aðdragandinn er búinn að vera mjög langur. Þetta fór hins vegar allt á fullt í janúar. Það hjálpaði ekki að ég meiddist oftar en einu sinni, en þetta hafðist að lokum,“ sagði Rúnar feginn.

Ítarlegt viðtal við Rúnar Má má finna í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun og ræðir meðal annars um síðustu vikurnar í Sviss sem voru erfiðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert