United og PSG að skipta á stórstjörnum?

Neymar er orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United í dag.
Neymar er orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United í dag. AFP

Enski miðillinn Independent greinir frá því í dag að franska knattspyrnufélagið PSG hafi boðið Manchester United að fá Neymar í skiptum fyrir Paul Pogba. Neymar er sagður vilja komast burt frá PSG en hann hefur verið sterklega orðaður við endurkomu til Barcelona að undanförnu.

Sömu sögu er að segja um Paul Pogba sem vill nýja áskorun en hann hefur verið sterklega orðaður við bæði Juventus og Real Madrid að undanförnu. PSG borgaði 200 milljónir punda fyrir Neymar sumarið 2017 og vill fá svipaða upphæð fyrir leikmanninn núna.

Pogba kom til Manchester United frá Juventus árið 2016 en United vill fá í kringum 150 milljónir punda fyrir franska miðjumanninn. Neymar er hins vegar sagður þéna í kringum 900.000 pund á viku hjá PSG og það er launaupphæð sem United er ekki tilbúið að borga.

Manchester United vill halda Paul Pogba hjá félaginu og er tilbúið að bjóða honum nýjan samning. Því er talið líklegt að United muni ekki skipta á Neymar og Pogba í dag en ef allt fer á versta veg í sumar og leikmennirnir verða enn þá ósáttir í haust gætu skiptin vera besta lausnin fyrir báða aðila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert