Þénar helmingi meira en tæplega 1.700 konur

Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með Wolfsburg í þýsku 1. deildinni …
Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með Wolfsburg í þýsku 1. deildinni sem er ein sterkasta kvennadeild í heimi. Ljósmynd/Wolfsburg

Lionel Messi, einn besti knattspyrnumaður sögunnar, er launahæsti leikmaður spænska stórliðsins Barcelona en hann þénar í kringum 84 milljónir Bandaríkjadala á ári. Það samsvarar um 10.6 milljörðum íslenskra króna en Messi er á meðal launahæstu knattspyrnumanna heims.

HM kvenna sem nú fer fram í Frakklandi er í fullum gangi og hafa aldrei fleiri horft á mótið í sjónvarpi. Launin í kvennaknattspyrnunni hafa hækkað talsvert á undanförnum árum en á sama tíma hafa þau einnig hækkað mikið í karlafótboltanum.

Sameinuðu þjóðirnar birtu áhugaverða færslu á Twitter-síðu sinni þar sem bent er á að í sjö bestu kvennadeildum heims spila 1.693 leikmenn. Alls þéna þessir leikmenn samtals 42,6 milljónir Bandaríkjadala á ári sem er helmingi minna en Messi fær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert