Laglegt mark hjá Salah (myndskeið)

Mohamed Salah fagnar marki sínu.
Mohamed Salah fagnar marki sínu. AFP

Mohamed Salah skoraði sitt fyrsta mark í Afríkubikarnum þegar Egyptar unnu 2:0 sigur á móti Kongó og tryggðu sér þar með sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

Ahmed El Mohamady, leikmaður Aston Villa, skoraði fyrra mark Egypta á 25. mínútu eftir undirbúning frá Salah, sem innsiglaði sigur sinna manna með marki á 43. mínútu. Salah fékk nokkur fín færi til að skora fleiri mörk en Evrópumeistaranum úr Liverpool brást bogalistin.

Egyptar, sem leika á heimavelli og hafa sjö sinnum borið sigur úr býtum í þessari keppni, höfðu heppnina með sér því tvisvar í fyrri hálfleik áttu Kongó-menn skot í þverslána.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert