Tímabært að taka skrefið

Jón Dagur í treyju AGF.
Jón Dagur í treyju AGF. Ljómsmynd/agf.dk

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Mér leist vel á deildina í vetur og er tilbúinn að gera enn betur núna,“ sagði knattspyrnumaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson í samtali við Morgunblaðið, en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið AGF.

Jón Dagur, sem er tvítugur, kemur frá Fulham á Englandi þar sem hann hefur verið í unglinga- og varaliði frá árinu 2015 en var í láni hjá Vendsyssel í Danmörku á síðustu leiktíð. Þar var hann í lykilhlutverki á sínu fyrsta tímabili í aðalliði en liðið féll úr úrvalsdeildinni eftir að hafa tapað í umspili um áframhaldandi veru á meðal þeirra bestu. Jón Dagur vakti verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína og spilaði meðal annars sína fyrstu leiki með A-landsliðinu í vetur.

„Þetta var mjög flottur vetur og eitthvað sem maður var búinn að vera að bíða eftir. Ég var kominn á þann stað hjá Fulham að langa að fara að spila aðalliðsbolta og þá var mjög gott að komast inn í það hjá Vendsyssel. Það voru auðvitað vonbrigði að falla, en það er bara eins og það er,“ sagði Jón Dagur.

Áður en hann var lánaður burt hafði hann raðað inn mörkunum fyrir varalið Fulham, sem virkjaði klásúlu í samningi hans í vetur og framlengdi við hann til ársins 2020. Sjálfur vildi Jón Dagur komast frá félaginu.

Sjá allt viðtalið við Jón Dag á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert