Landsliðskonu saknað við Como-vatn

Florijana Ismaili er saknað síðan á laugardaginn.
Florijana Ismaili er saknað síðan á laugardaginn. AFP

Ekkert hefur spurst til svissnesku knattspyrnukonunnar Florijana Ismaili síðan á laugardaginn síðasta en það er Independent sem greinir frá þessu. Ismaili var stödd í fríi við Como-vatnið á Ítalíu þar sem Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir gengu meðal annars í það heilaga á dögunum.

Samkvæmt fjölmiðlum á Ítalíu ákvað Ismaili að fá sér sundsprett í vatninu á laugardaginn síðasta og hefur ekkert spurst til hennar síðan en hún er 24 ára gömul. „Leitin heldur áfram. Vissulega höfum við áhyggjur en við erum enn þá vongóð um farsæl endalok á þessu máli,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni við Como-vatn.

Björgunarsveitir hafa leitað að Ismiali frá því á laugardagskvöld en hún á að baki 33 landsleiki fyrir Sviss. Þá er hún fyrirliði Young Boys í svissnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hún spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2014, þá 19 ára gömul.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert