Vonast eftir skemmtilegu liði á góðum stað

Emil Hallfreðsson og Ragnar Sigurðsson á landsliðsæfingu.
Emil Hallfreðsson og Ragnar Sigurðsson á landsliðsæfingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég myndi halda að það væru svona helmingslíkur eins og staðan er í dag,“ segir Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið aðspurður hvort hann muni semja aftur við ítalska félagið Udinese.

Emil er samningslaus sem stendur, æfir hér heima með FH-ingum en veit í raun ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér.

Emil, sem er 35 ára gamall, var í þrjú ár hjá Udinese en skipti síðasta sumar yfir til Frosione, sem þá var nýliði í ítölsku A-deildinni. Þeim samningi var rift í janúar eftir að Emil meiddist illa á hné, en Udinese bauð honum þá til sín á ný og samdi við hann út síðasta keppnistímabil. Fyrstu æfingar í undirbúningi liðsins fyrir næsta tímabil hófust svo í gær en Emil er enn að bíða eftir svari hvort Udinese hafi áhuga á að halda sér.

„Ég ákvað að gefa þeim forgang og bíða eftir svari frá þeim, enda mjög ánægður hvernig þeir fengu mig aftur í vetur þegar ég var meiddur. Mér finnst þeir eiga það skilið frá mér, en við erum enn að bíða og sjá hvort það gangi upp eða ekki,“ segir Emil. Það síðasta sem hann heyrði frá Udinese var það að liðið ætlaði að meta þá leikmenn sem væru að snúa aftur úr láni og á meðan bíður Emil enn um sinn.

„Ég hélt að það yrði erfiðara, en Ítalinn er svolítið rólegur. Félagaskiptin þar gerast oft ekkert fyrr en í ágúst svo það er yfirleitt frekar rólegt framan af.“

Sjá allt viðtalið við Emil á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert