Barcelona kaupir efnilegan Englending

Louie Barry með treyju Barcelona.
Louie Barry með treyju Barcelona. Ljósmynd/Barcelona

Spænska stórliðið Barcelona er búið að semja við enska táninginn Louie Barry til þriggja ára en hann kemur til Katalóníuliðsins frá enska liðinu WBA.

Barry er 16 ára gamall framherji og þykir með efnilegri leikmönnum Englendinga en hann leikur með U16 ára landsliði Englands og varð markakóngur á móti á vegum UEFA á síðasta ári.

Barry hefur verið í WBA frá því hann var 6 ára gamall en hann kemur til með að spila með U19 ára liði Barcelona.

mbl.is