Valsmenn á leiðinni til Búdapest eða Búlgaríu

Ólafur Karl Finsen sækir að marki Maribor í gærkvöld.
Ólafur Karl Finsen sækir að marki Maribor í gærkvöld. mbl.is/Hari

Valsmenn geta farið að horfa til 2. umferðar Evrópudeildarinnar í fótbolta því eftir skell á heimavelli gegn slóvensku meisturunum Maribor, 0:3, á Hlíðarenda í gærkvöld eru möguleikar þeirra á að fara lengra í Meistaradeildinni nánast að engu orðnir.

Í Evrópudeildinni myndu þeir þá mæta tapliðinu úr einvígi Ferencváros frá Ungverjalandi eða Ludogorets Razgrad frá Búlgaríu en Ferencváros vann fyrri leikinn í gær á sínum heimavelli, 2:1.

Valsmenn spiluðu fyrri hálfleikinn af mikilli skynsemi og voru í raun óheppnir að vera undir í hálfleik. Valsarar lágu vel til baka og leyfðu Slóvenunum að vera með boltann. Leikmönnum Maribor gekk afar illa að finna opnanir á þéttri vörn Valsara og í þau fáu skipti sem Slóvenarnir komust upp að endamörkum Valsliðiðsins klikkaði fyrirgjöfin og Valsmenn voru fljótir að koma boltanum frá marki.

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »