Griezmann kominn til Barcelona

Antoine Griezmann.
Antoine Griezmann. AFP

Barcelona tilkynnti nú rétt í þessu að franski landsliðsmaðurinn Antoine Griezmann er genginn í raðir félagsins frá Atlético Madrid.

Griezmann hefur spilað með Madridarliðinu frá árinu 2014 og greiðir Barcelona 120 milljónir evra fyrir þjónustu hans en sú upphæð jafngildir um 17 milljörðum króna. Þetta er sú upphæð sem þurfti að greiða til að kaupa upp samning hans.

Frakkinn skrifar undir fimm ára samning við Katalóníuliðið og verður samningsbundinn því til 30. júní 2024. Til að kaupa samning hans þarf að reiða fram 800 milljónir evra að því er fram kemur á heimasíðu Barcelona.

Griezmann er 28 ára gamall sóknarmaður sem hefur leikið 72 leiki með franska landsliðinu og hefur í þeim skorað 29 mörk. Hann fagnaði heimsmeistaratitlinum með Frökkum í Rússlandi í fyrra.

mbl.is