Mikael hetja Midtjylland

Mikael Anderson skoraði sitt fyrsta mark fyrir aðallið Midtjylland í …
Mikael Anderson skoraði sitt fyrsta mark fyrir aðallið Midtjylland í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Mikael Anderson reyndist hetja danska úrvalsdeildarliðsins Midtjylland þegar liðið vann 1:0-sigur gegn Esbjerg í fyrsta leik tímabilsins í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Mikael byrjaði á bekknum hjá Midtjylland í dag en kom inn á sem varamaður á 85. mínútu og skoraði sigurmark leiksins á 90. mínútu.

Mikael er 21 árs gamall og gjaldgengur í U21 árs landslið Íslands þar sem hann hefur þegar leikið 10 leiki ásamt einum A-landsleik, en hann eyddi síðasta tímabili á láni hjá hollensku úrvalsdeildarfélaginu Excelsior þar sem hann skoraði eitt mark í 17 leikjum.

Mikael er uppalinn hjá Midtjylland en hann er eyddi tímabilinu 2017-2018 á láni hjá Vendsyssel í dönsku B-deildinni en hann var að skora sitt fyrsta mark fyrir Midtjylland í kvöld.

mbl.is