Ungur Japani til Barcelona

Hiroki Abe, til vinstri, í leik með Japönum í Ameríkukeppninni.
Hiroki Abe, til vinstri, í leik með Japönum í Ameríkukeppninni. AFP

Spánarmeistarar Barcelona eru að safna til sín ungum og efnilegum leikmönnum þessa dagana.

Í gær gengu Börsungar frá kaupum á Louie Barry, 16 ára enskum framherja sem kemur frá WBA, og nú hafa þeir fengið japanska miðju- og sóknarmanninn Hiroki Abe. Hann er 20 ára gamall og var valinn besti ungi leikmaður í japönsku úrvalsdeildinni í fyrra.

Hann lék sína fyrstu landsleiki með Japan í Ameríkukeppninni á dögunum en hann kemur til með að spila með varaliði Bacelona fyrst um sinn.

Landi Abe, Takefusa Kubo, sem oft hefur verið nefndur hinn japanski Messi, gekk í raðir Real Madrid í síðasta mánuði.

mbl.is