Zidane missti bróður sinn

Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane. AFP

Zinedine Zidane þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid yfirgaf lið sitt í Montreal í Kanada á föstudaginn af persónulegum ástæðum en þar er Madridarliðið í æfingaferð.

Real Madrid hefur nú greint frá ástæðum þess að Zidane þurfti að fara en bróðir hans, Farid Zidane, lést eftir eftir langvarandi veikindi. Hann var 54 ára gamall.

Leikmenn Real Madrid héldu mínútu þögn á æfingu liðsins í Montreal í gær eftir að hafa fengið að vita um andlát Farids en David Bettoni, aðstoðarmaður Zinedine Zidane, mun sjá um liðið þar til Zidane snýr til baka.

Real Madrid leikur sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu þann 20. þessa mánaðar en þá mætir það Bayern München í Houston í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert