Færa heimsmeisturunum bónusgreiðslur

Tvær af skærustu stjörnum bandaríska kvennalandsliðsins, Megan Rapinoe og Alex …
Tvær af skærustu stjörnum bandaríska kvennalandsliðsins, Megan Rapinoe og Alex Morgan. AFP

Bandaríska fjölþjóðafyrirtækið Procter & Gamble, sem er eitt af styrktaraðilum bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum til stuðnings liðinu í baráttu þess að fá sömu greiðslur og leikmenn karlalandsliðsins.

Procter & Gamble hefur ákveðið að greiða liðinu 529 þúsund dollara í bónusgreiðslur fyrir sigur þess á heimsmeistaramótinu en sú upphæð nemur um 69 milljónum króna. Allir 23 leikmenn liðsins fá 23 þúsund dollara, tæpar 3 milljónir, og í auglýsingu sem fyrirtækið birtir í blaðinu New York Times hvetur það bandaríska knattspyrnusambandið til að greiða leikmönnum kvennalandsliðsins sömu laun og karlaliðinu.

Leik­menn kvenna­landsliðsins hafa lengi staðið í bar­áttu við knatt­spyrnu­sam­bandið og kraf­ist sömu launa og leik­menn karla­landsliðsins, sem standa þeim langt að baki hvað varðar ár­ang­ur á vell­in­um en fá mun hærri greiðslur fyr­ir þátt­töku sína í landsliðsverk­efn­um.

All­ir leik­menn­irn­ir í landsliðshópn­um eru aðilar að mál­sókn á hend­ur knatt­spyrnu­sam­band­inu sem lögð var fram í mars á þessu ári. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert