Hef beðið í þrjú ár eftir marki (myndskeið)

Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. Ljósmynd/AIK

Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson opnaði markareikning sinn með sænska meistaraliðinu AIK um helgina þegar hann skoraði tvö fyrstu mörk liðsins í 3:0 sigri gegn Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni.

Þetta voru fyrstu deildarmörk Kolbeins í fimm ár, eða frá því hann skoraði þrennu með Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í september 2014, en Kolbeinn skoraði síðast mark með félagsliði þegar hann skoraði fyrir franska liðið Nantes í bikarleik á móti Bordeaux fyrir þremur árum.

„Þetta var frábært. Ég hef beðið í þrjú ár eftir marki með félagsliði og þetta hefur verið langur tími. Það var því svolítið sérstakt fyrir mig að skora. Þetta hefur ekki verið auðvelt en það er þess virði núna þegar ég fæ þessa tilfinningu. Núna finnst mér að það sé þess verði eftir alla erfiðu tíma sem ég hef gengið gegnum,“ sagði Kolbeinn við sænska fjölmiðla eftir leikinn, en hann lék fyrstu 75 mínúturnar. Kolbeinn samdi við AIK í mars til tveggja ára, en liðið er í öðru sæti deildarinnar á eftir Malmö.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá mörkin úr leiknum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert