Börsungar bjóða tvo fyrir Neymar

Neymar.
Neymar. AFP

Barcelona er tilbúið að greiða Paris SG 39 milljónir evra og láta liðið fá að auki Philippe Coutinho og Ousmane Dembele fyrir að fá Brasilíumanninn Neymar til liðs við sig á nýjan leik.

Spænska blaðið AS greinir frá þessu en Neymar hefur tjáð forráðamönnum Paris SG að hann vilji yfirgefa herbúðir liðsins.

Að því er fram kemur í AS er Paris SG ekki reiðubúið að fara út í slík viðskipti heldur vill það fá um 222 milljónir evra fyrir Neymar en sú upphæð jafngildir rúmum 31 einum milljarði króna.

Neymar lék með Barcelona frá 2013 til '17 en hefur spilað með Paris SG undanfarin þrjú ár. Parísarliðið pungaði út 222 milljónum evra fyrir Brasilíumanninn.

mbl.is