„Ég svara ekki svona kjaftæði“

Gareth Bale.
Gareth Bale. AFP

Spænska blaðið Marca greinir frá því að Tottenham sé tilbúið að fá Gareth Bale aftur til liðs við sig og sé reiðubúið að greiða upphæð á bilinu 50-60 milljónir evra fyrir Wales-verjann.

Umboðsmaður Bale var ekki lengi að skjóta þessa frétt í kaf og lét hafa eftir sér:

„Ég svara ekki svona kjaftæði.“

Bale hefur átt frekar erfitt uppdráttar hjá Real Madrid upp á síðkastið og talið hefur verið að Real Madrid sé reiðubúið að losa sig við hann.

Bale, sem heldur upp á þrítugsafmæli sitt í dag, kom til Real Madrid frá Tottenham árið 2013 og er samningsbundinn Madridarliðinu til ársins 2022. Hann skoraði 14 mörk og gaf 7 stoðsendingar í 42 leikjum með Real Madrid á síðustu leiktíð.

mbl.is