Táningarnir skoruðu fyrir Arsenal (myndskeið)

Pierre-Emerick Aubameyang sækir að varnarmanni Colorado Rapids.
Pierre-Emerick Aubameyang sækir að varnarmanni Colorado Rapids. AFP

Arsenal hafði betur gegn Colorado Rapids 3:0 í fyrsta undirbúningsleik sínum á tímabilinu í Bandaríkjunum í nótt.

Bukayo Saka, 17 ára gamall, kom Arsenal í forystu á 13. mínútu, hinn 18 ára gamli James Olayinka bætti við öðru á 29. mínútu og Brasilíumaðurinn Gabriel Martinelli skoraði þriðja markið á 61. mínútu í sínum fyrsta leik með Arsenal. Þessi 18 ára framherji keypti Arsenal  frá brasilíska liðinu Ituano í byrjun þessa mánaðar.

Mörkin má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.mbl.is