Kolbeinn og félagar komnir áfram

Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. mbl.is/Hari

Kolbeinn Sigþórsson og sænska meistaraliðið AIK sneri taflinu við og komst áfram úr einvígi sínu við Ararat-Armenia í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

AIK tapaði fyrri leiknum á útivelli 2:1 en kom ákveðið til leiks í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði AIK þrjú mörk á fyrsta stundarfjórðungnum eftir hlé og skipti þá engu þó gestirnir hafi skorað eitt mark undir lokin. Lokatölur 3:1 og AIK vann einvígið 4:3.

Kolbeinn byrjaði á varamannabekk AIK en kom inn á sem varamaður á 72. mínútu. AIK mun að öllum líkindum mæta Maribor frá Slóveníu í 2. umferðinni, en Maribor er 5:0 yfir í einvíginu sínu við Íslandsmeistara Vals.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert