Smá von í nokkrar mínútur

Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson. mbl.is/Eggert

Það kviknaði smá von hjá Heimi Guðjónssyni og lærisveinum hans í færeyska meistaraliðinu HB þegar þeir mættu finnsku meisturunum í HJK Helsinki í síðari viðureign liðanna í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gær.

HJK vann fyrri leikinn í Helsinki 3:0 en í gær áttust liðin við á Gundadalur Stadium í Þórshöfn. Strákarnir hans Heimis náðu að hleypa spennu í einvígið þegar þeir komust í 2:0. Sebastian Pingel kom HB í 1:0 á 19. mínútu og Lasse Andersen tvöfaldaði forystuna á 56. mínútu og allt í einu eygði HB von um að komast áfram. En sú von dó fjórum mínútum síðar þegar HJK minnkaði muninn og Finnum tókst að jafna metin 13 mínútum fyrir leikslok. Brynjar Hlöðversson kom inn á í liði HB á 77. mínútu.

HB fer í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar og mætir þar líklega írska liðinu Linfield sem tapaði fyrri leiknum gegn Rosenborg á heimavelli í 1. umferð Meistaradeildarinnar 2:0.

mbl.is