Asllani til Real Madrid

Kosovare Asllani.
Kosovare Asllani. AFP

Sænska landsliðskonan Kosovare Asllani sem í vikunni sagði upp samningi sínum við sænska úrvalsdeildarliðið Linköping er komin í annað lið.

Asllani, sem spilaði stórt hlutverk með Svíum á HM í Frakklandi þar sem þeir höfnuðu í 3. sæti, er búin að semja við Real Madrid. Liðið heitir reyndar í dag CD Tacóns en Real Madrid tók félagið yfir í vor og frá og frá 2020 mun það bera heitið Real Madrid.

„Ég er stolt að tilkynna að ég verð fyrsti leikmaðurinn sem Real Madrid/CD Tacón semur við. Ég er spennt að skrifa nýja sögu og vera hluti af ferðalagi þessa liðs frá upphafi. Það verður draumur að klæðast fallegustu treyju í heimi frá og með næsta tímabili,“ skrifar Asllani á instragam-síðu sína.

 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert