Bröndby slapp með skrekkinn

Hjörtur Hermannsson er leikmaður Bröndby.
Hjörtur Hermannsson er leikmaður Bröndby. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjörtur Hermannsson og samherjar í danska liðinu Bröndby eru komnir í 2. umferð Evrópudeildarinnar í fótbolta, en þeir sluppu naumlega fyrir horn gegn Inter Turku í Finnlandi í dag.

Bröndby virtist með allt í hendi sér eftir að hafa unnið fyrri leikinn 4:1 í Kaupmannahöfn, og staðan í hálfleik í Turku var 0:0. En á fyrstu ellefu mínútum síðari hálfleiks skoruðu Niko Markkula og Filip Valencic fyrir Finnana, staðan var orðin 2:0 og Inter þurfti eitt mark enn til að slá Bröndby út úr keppni.

Hjörtur og félagar stóðu af sér stórsókn finnska liðsins á lokasprettinum og mæta nú Lechia Gdansk frá Póllandi í 2. umferð keppninnar. Hjörtur lék allan leikinn í vörn danska liðsins.

mbl.is