Jón Dagur opnaði markareikninginn

Jón Dagur Þorsteinsson í treyju AGF.
Jón Dagur Þorsteinsson í treyju AGF. Ljómsmynd/agf.dk

Jón Dagur Þorsteinsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir sitt nýja félag, AGF, þegar liðið heimsótti FC Kaupmannahöfn í 2. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Það dugði þó ekki til því AGF tapaði 2:1.

Jón Dagur gekk í raðir AGF frá Fulham á Englandi í sumar, en hann spilaði þó í dönsku úrvalsdeildinni í fyrra þar sem hann var á láni hjá Vendsyssel. Hann hefur byrjað á bekknum í fyrstu tveimur deildarleikjum AGF og komið inn á. Í kvöld kom hann inn á 65. mínútu og skoraði á þeirri 81. Það reyndist þó aðeins sárabótarmark þar sem heimamenn voru þá komnir í 2:0.

AGF er með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina í deildinni eftir að liðið gerði 1:1 jafntefli við Hobgo í fyrstu umferð.

mbl.is