Gunnhildur og stöllur björguðu stigi

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir mbl.isEggert Jóhannesson

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og samherjar í Utah Royals gerðu 2:2 jafntefli á heimavelli gegn Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu í nótt. Dagný Brynjarsdóttir var ekki með liði Portland í nótt en hún er mætt til Íslands í eigið brúðkaup.

Gunnhildur var sem fyrr í byrjunarliði Utah og spilaði allan leikinn en gestirnir, sem sitja á toppi deildarinnar, komust yfir strax á 9. mínútu. Gunnhildur lagði svo sjálf upp jöfnunarmark rétt fyrir hálfleik sem Christen Press skoraði en allt virtist þó stefna í sigur Portland sem komst aftur yfir á 87. mínútu er Becky Sauerbrunn gerði sjálfsmark.

Heimakonur dóu þó ekki ráðalausar og jafnaði Rachel Corsie metin í uppbótartíma til að bjarga stigi fyrir Portland sem situr í 5. sæti með 18 stig, fimm stigum á eftir toppliðinu sem tókst allavega ekki að auka forskot sitt. Fjög­ur efstu liðin mæt­ast í úr­slita­keppni um banda­ríska meist­ara­titil­inn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert