Ragnar enn taplaus sem fyrirliði

Björn Bergmann Sigurðarson og Ragnar Sigurðsson leika með Rostov.
Björn Bergmann Sigurðarson og Ragnar Sigurðsson leika með Rostov. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rostov og Spartak Moskva gerðu 2:2-jafntefli í 2. umferð rússnesku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld á Rostov Arena-vellinum. Aleksander Zuev jafnaði fyrir Rostov í uppbótartíma. 

Ragnar Sigurðsson var fyrirliði Rostov í leiknum, líkt og í 2:1-sigrinum á Orenburg í fyrstu umferðinni. Miðvörðurinn lék allan leikinn með liðinu. Björn Bergmann Sigurðarson var hinsvegar allan tímann á varamannabekknum. 

Rostov er með fjögur stig, eins og Spartak og eru þau í tveimur efstu sætunum sem stendur, en nokkur lið með þrjú stig eiga leik til góða. 

mbl.is