Sú besta á HM til Atlético

Sari van Veenendaal með gull hanskann. Henni við hlið eru …
Sari van Veenendaal með gull hanskann. Henni við hlið eru þær Meg­an Rap­in­oe og Alex Morgan frá Banda­ríkj­un­um. AFP

Knattspyrnukonan Sari van Veenendaal er gengin til liðs við Spánarmeistara Atlético Madrid en samningur hennar við Arsenal á Englandi rann út í sumar.

Veenendaal, 29 ára, er landsliðsmarkvörður Hollands og hún fékk gullhanskann á heimsmeistaramótinu í Frakklandi á dögunum fyrir bestu frammistöðu markmanns. Hollendingar komust alla leið í úrslit en máttu þar þola 2:0-tap gegn Bandaríkjunum.

Hún var á mála hjá Arsenal í fimm ár og spilaði 12 leiki fyrir Lundúnaliðið í fyrra þegar það varð enskur meistari. Atlético Madrid er ríkjandi Spánarmeistari og hefur verið það þrjú ár í röð. Þá var slegið áhorfandamet á leik í kvennaknattspyrnu er rúmlega 60 þúsund manns sáu Atlético taka á móti Barcelona í mars á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert