Ekki mikil afslöppun hjá Simeone

Antoine Griezmann spilaði með Atlético Madrid í fimm ár áður …
Antoine Griezmann spilaði með Atlético Madrid í fimm ár áður en hann samdi við Barcelona í sumar. AFP

Antoine Griezmann, nýjasti leikmaður spænska knattspyrnuliðsins Barcelona, segist vera bæði þakklátur, stoltur og heppinn að hafa fengið tækifæri til þess að læra af sínum fyrrverandi knattspyrnustjóra Diego Simeone hjá Atlético Madrid.

Simeone fékk Griezmann til Atlético Madrid sumarið 2014 þegar félagið keypti hann af Real Sociedad fyrir um 55 milljónir evra en Barcelona borgaði Atlético í kringum 110 milljónir evra fyrir Frakkann á dögunum.

„Ég er heppinn og þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að læra af Diego Simeone. Það er honum að þakka hvar ég er í dag og hann hefur kennt mér mikið. Æfingarnar hjá Atlético Madrid eru mjög líkamlega erfiðar. Það er mikið hugsað um taktík og þú færð ekki mikinn tíma til þess að slaka á,“ sagði Griezmann í samtali við spænska fjölmiðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert