Arsenal fær lánsmann frá Real

Dani Ceballos í leik með spænska U21 árs landsiðinu á ...
Dani Ceballos í leik með spænska U21 árs landsiðinu á EM í sumar. AFP

Arsenal hefur komist að samkomulagi við Real Madríd um að fá Dani Ceballos að láni út komandi tímabil. Ceballos hefur leikið 56 leiki með Real Madríd og sex leiki fyrir landslið Spánverja. 

Ceballos er miðjumaður og er honum ætlað að fylla í það skarð sem Aaron Ramsey skilur eftir sig. Ramsey gekk í raðir Juventus á frjálsri sölu fyrr í sumar. Ceballos varð Evrópumeistari með U21 árs landsliði Spánverja í sumar. 

Arsenal er einnig að ganga frá kaupum á hinum 18 ára gamla William Saliba frá Saint-Etienne í Frakklandi. Enska félagið greiðir 27 milljónir punda fyrir varnarmanninn, en hann spilar með Saint-Etienne að láni á næstu leiktíð. 

mbl.is