Bale fer ekki nema hann fái ofurlaun

Gareth Bale í landsleik með Wales.
Gareth Bale í landsleik með Wales. AFP

Knattspyrnumaðurinn Gareth Bale mun ekki yfirgefa Real Madríd nema að annað félag sé reiðubúið að borga honum nálægt þeim 600.000 evrum sem hann fær í vikulaun hjá Real Madríd. 

Bale er á sannkölluðum ofurlaunum því hann fær rúmlega 85 og hálfa milljón króna í vikulaun hjá Real Madríd. Rennur núverandi samningur hans við Real ekki út fyrr en árið 2022. Honum liggur því lítið á að yfirgefa félagið þótt Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real, vilji losna við hann. 

Sky Sports greinir frá því í dag að Bale sætti sig ekki við annað en að verða einn allra launahæsti leikmaður heims, muni hann yfirgefa Real. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert