Lofuðu Zidane að losna við Bale

Gareth Bale.
Gareth Bale. AFP

Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, var lofað því þegar hann tók aftur við liðinu í vor að hann myndi ekki hafa Gareth Bale í leikmannahópnum fyrir næsta tímabil.

Zidane tók við Real í mars, níu mánuðum eftir að hafa hætt með liðið, og um leið fór að bera á spennu á milli hans og Bale. Það hefur haldið áfram í sumar og um helgina sagði Zidane að hann vonaðist til þess að Bale myndi yfirgefa félagið sem fyrst.

Sky greinir svo frá því að Ramon Calderon, forseti Real Madrid, hafi lofað Zidane því þegar hann sneri aftur til félagsins að Bale yrði komið burt frá félaginu fyrir nýtt tímabil. Hann segir að Bale hafi ekki gert sjálfum sér neinn greiða í spænsku höfuðborginni, meðal annars ekki lagt sig fram við að læra spænsku og komast þannig inn í hlutina.

Bale hefur verið orðaður við mörg félög í sumar en hann virðist hins vegar ekki enn vera farinn að nálgast nýja vinnuveitendur.

mbl.is