Ernirnir hafa misst flugið

Ludogorets, mótherjar Vals í 2. umferð Evrópudeildar 2019-20.
Ludogorets, mótherjar Vals í 2. umferð Evrópudeildar 2019-20. Ljósmynd/Ludogorets

Síðasta áratuginn hefur lið Ludogorets verið andlit búlgarskrar knattspyrnu. Eftir að liðið vann sér sæti í A-deildinni í fyrsta skipti hefur það unnið meistaratitilinn átta ár í röð og á góða möguleika á að slá met CSKA sem varð níu sinnum meistari á árunum 1954 til 1962.

Um leið hafa „Ernirnir“ tvisvar komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og þrisvar í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA og eiga að baki minnisstæða leiki gegn liðum eins og Real Madrid, Arsenal, Liverpool, PSG, Lazio, AC Milan, Rauðu stjörnunni, Partizan, Hoffenheim, Istanbul Basaksehir o.fl.

Ludogorets er gott dæmi um vel heppnað viðskiptamódel. Félagið á nýtískulegu íþróttamiðstöðina „Arnarhreiðrið“, leitar markvisst að leikmönnum í Suður-Ameríku og er með trausta fjármálastjórn.

Erfiðir tólf mánuðir

Síðustu tólf mánuðir hafa þó verið erfiðasti kaflinn í seinni tíma sögu félagsins. Ludogorets hefur tvisvar verið slegið út í undankeppni Meistaradeildarinnar af ungverskum meisturum (MOL Vidi í fyrra og Ferencváros í sumar) og tryggði sér ekki meistaratitilinn fyrr en í síðustu umferðinni í vor. Svo tæpt hefur það ekki staðið frá árinu 2013.

Búlgarski íþróttafréttamaðurinn Teodor Borisov fjallar ítarlega um lið Ludogorets, sem er næsti mótherji Vals í Evrópukeppni í vikunni, á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert