Beckham gæti ráðið Moyes

David Moyes.
David Moyes. AFP

David Moyes segist vera opinn fyrir því að verða knattspyrnustjóri Inter Miami, félagsins sem David Beckham setti á laggirnar. Liðið mun taka þátt í efstu deild Bandaríkjanna í fyrsta skipti á næsta ári. 

Moyes og Beckham spiluðu saman í stutta stund hjá Preston er Beckham var að láni hjá félaginu frá Manchester United. Moyes viðurkennir að honum þyki spennandi að vinna í Bandaríkjunum. 

„Ég horfi á bandarísku deildina og hún er að verða betri og betri. Liðið í Atlanta fær meiri stuðning en ruðningsliðið í borginni. Völlurinn hjá Tottenham er flottur en völlurinn í Atlanta er enn flottari,“ sagði Moyes í samtali við talkSPORT. 

„Deildin er að stækka og Miami er skemmtileg borg. Þetta er eitthvað sem ég myndi íhuga,“ sagði Moyes um orðróma þess efnis að hann yrði fyrsti stjóri Inter Miami. „Ég þekki Beckham síðan við vorum saman hjá Preston, við bíðum og sjáum hvað gerist,“ bætti hann við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert